1 Sérhver æðsti prestur er tekinn úr flokki manna og settur í þágu manna til að þjóna frammi fyrir Guði og bera fram gáfur og fórnir fyrir syndir. 2 Hann getur verið mildur við fáfróða og vegvillta þar sem hann sjálfur er breyskur. 3 Og sökum þess á hann að bera fram syndafórn, eigi síður fyrir sjálfan sig en fyrir lýðinn. 4 Enginn tekur sér sjálfum þennan heiður, það er Guð sem kallar hann eins og Aron.
5 Þannig tók Kristur sér ekki sjálfur þá vegsemd að verða æðsti prestur heldur sagði Guð við hann:
Þú ert sonur minn,
í dag hef ég fætt þig.
6 Og á öðrum stað:
Þú ert prestur að eilífu
að hætti Melkísedeks.
7 Á dögum jarðvistar sinnar bar Jesús með sárum andvörpum og tárum bænir fram fyrir þann sem megnaði að frelsa hann frá dauða og hann var bænheyrður sakir trúar sinnar. 8 Þótt hann væri sonur Guðs lærði hann að hlýða með því að þjást. 9 Þegar hann hafði fullnað allt varð hann öllum, sem honum fylgja, sá sem gefur eilíft hjálpræði, 10 af Guði nefndur æðsti prestur að hætti Melkísedeks.