1Gef eigi oss, Drottinn, eigi oss
heldur þínu nafni dýrðina
sakir miskunnar þinnar og trúfesti.
2Hví skyldu þjóðirnar segja:
„Hvar er Guð þeirra?“
3Guð vor er á himni,
allt sem honum þóknast gerir hann.
4Skurðgoð þeirra eru silfur og gull,
handaverk manna.
5Þau hafa munn en tala ekki,
augu en sjá ekki.
6Þau hafa eyru en heyra ekki,
nef en finna enga lykt.
7Þau hafa hendur en þreifa ekki,
fætur en ganga ekki,
úr barka þeirra kemur ekkert hljóð.
8Eins og þau eru verða smiðir þeirra,
allir þeir er á þau treysta.
9Ísrael, treystu Drottni.
Hann er hjálp þeirra og skjöldur.
10Arons ætt, treystu Drottni.
Hann er hjálp þeirra og skjöldur.
11Þér, sem óttist Drottin, treystið Drottni.
Hann er hjálp þeirra og skjöldur.