23 Þeir tóku til dag við hann og komu þá mjög margir til hans þar sem hann dvaldi. Frá morgni til kvölds skýrði Páll og vitnaði fyrir þeim um Guðs ríki og reyndi að sannfæra þá um Jesú, bæði eftir lögmáli Móse og spámönnunum. 24 Sumir létu sannfærast af orðum hans en aðrir trúðu ekki. 25 Fóru þeir burt ósamþykkir sín í milli en Páll sagði þetta eitt: „Rétt er það sem heilagur andi lét Jesaja spámann segja við forfeður ykkar:
26 Far til lýðs þessa og seg þú:
Með eyrum munuð þér heyra en alls eigi skilja
og sjáandi munuð þér horfa en ekkert sjá.
27 Því að hjarta lýðs þessa er sljótt orðið
og illa heyra þeir með eyrum sínum
og augunum hafa þeir lokað
svo að þeir sjái ekki með augunum
né heyri með eyrunum
og skynji með hjartanu og snúi sér
og ég lækni þá.

28 Nú skuluð þið vita að Guð hefur sent heiðingjunum þetta hjálpræði sitt og þeir munu hlusta.“
30 Full tvö ár var Páll þar í húsnæði sem hann hafði leigt sér og tók á móti öllum þeim sem komu til hans. 31 Hann boðaði Guðs ríki og fræddi um Drottin Jesú Krist með allri djörfung, tálmunarlaust.