8Þá heyrði ég rödd Drottins sem spurði:
„Hvern skal ég senda?
Hver vill reka erindi vort?“
Ég svaraði: „Hér er ég. Send þú mig.“
9Hann sagði: „Far þú og seg þessu fólki:
Hlustið og hlustið en skiljið ekki.
Horfið og horfið en skynjið ekki.
10Sljóvga hjarta þessa fólks,
deyf eyru þess [
og loka augum þess
svo að það sjái ekki með augunum,
heyri ekki með eyrunum
og skilji ekki með hjartanu,
svo að það snúi ekki við og læknist.“
11Þá spurði ég: „Hversu lengi, Drottinn?“
Hann svaraði: „Þar til borgirnar verða eyddar
og enginn býr í þeim
og þar til húsin verða mannlaus
og akurlendið eyðimörk,
12þar til Drottinn hrekur fólkið langt í burt
og eyðingin verður mikil í landinu.
13Og þótt enn sé tíundi hluti eftir
skal honum eytt
eins og rótarstúfur er eftir
þegar eik eða terebintutré hefur verið fellt.
Þannig verður stúfurinn heilagt sæði.“