Nú í ár rennur páskasöfnun Hins íslenska biblíufélags til neyðarsjóðs Sameinuðu biblíufélaganna sem var stofnaður á liðnu ári til að bregðast við erfiðum aðstæðum Biblíufélaga um allan heim vegna COVID-faraldursins. Sjóðnum er ætlað að hjálpa Biblíufélögum til að komast yfir fjárhagserfiðleika vegna faraldursins. Þrátt fyrir að það sjái til sólar á Íslandi nú í sumar eða á komandi hausti, þá er ljóst að mikill fjöldi heimsbyggðarinnar mun ekki hafa aðgang að bóluefni fyrr en eftir 1-2 ár, þannig að erfiðleikar og óöryggi verður áfram veruleiki fjölmargra biblíufélöga um óvissa framtíð.