Kúgun og böl

1 Enn sá ég alla þá kúgun sem viðgengst undir sólinni: Þar streyma tár hinna undirokuðu en enginn huggar þá. Af hendi kúgara sinna sæta þeir ofbeldi en enginn huggar þá. 2 Þá taldi ég hina framliðnu sæla, þá sem löngu eru dánir, sælli en hina lifandi, þá sem enn eru uppi, 3 en þann sælli þeim báðum sem enn er ekki fæddur og ekki hefur litið ódæðin sem framin eru undir sólinni.
4 Ég sá að allt strit og öll elja er ekki annað en öfund eins manns við annan. Einnig það er hégómi og eftirsókn eftir vindi.
5 Heimskinginn leggur hendur í skaut og tærist upp.[
6 Betri er hnefafylli af ró en báðar hendur fullar af striti og eftirsókn eftir vindi.