9 Þá gengu þeir Móse og Aron, Nadab og Abíhú og sjötíu af öldungum Ísraels upp á fjallið 10 og þeir sáu Guð Ísraels. Undir fótum hans var eitthvað sem líktist safírhellum, tært eins og himinninn sjálfur. 11 Hann rétti ekki út hönd sína gegn höfðingjum Ísraels og þeir horfðu á Drottin og átu og drukku.
12 Drottinn sagði við Móse: „Kom til mín upp á fjallið og dveldu þar. Ég skal fá þér steintöflurnar, lögin og boðorðin sem ég hef skráð til að leiðbeina þeim.“ 13 Þá reis Móse á fætur ásamt Jósúa, þjóni sínum, og Móse fór upp á fjall Guðs. 14 En hann hafði sagt við öldungana: „Verið hér um kyrrt þar til við komum aftur. Aron og Húr verða hjá ykkur. Sá sem á í málaferlum getur snúið sér til þeirra.“
15 Síðan fór Móse upp á fjallið, skýið huldi það 16 og dýrð Drottins settist að á fjallinu. Skýjaþykknið huldi fjallið í sex daga en á sjöunda degi kallaði hann til Móse úr því miðju. 17 Í augum Ísraelsmanna leit dýrð Drottins út eins og eyðandi eldur á fjallstindinum. 18 En Móse gekk inn í mitt skýið og fór upp á fjallið. Móse dvaldist á fjallinu fjörutíu daga og fjörutíu nætur.