Jesús og Móse

1 Helguðu vinir[ sem hafið fengið köllun til himinsins. Horfið til Jesú, postula og æðsta prests þeirrar trúar sem við játum. 2 Hann var trúr Guði, er hafði skipað hann, eins og var um Móse „í öllu hans húsi“. 3 En hann er verður meiri dýrðar en Móse eins og sá er húsið gerði á meiri heiður en húsið sjálft. 4 Sérhvert hús hefur einhver gert en Guð er sá sem allt hefur gert. 5 Móse var að sönnu trúr í öllu hans húsi eins og þjónn. Hann átti að vitna um það sem boðað skyldi síðar 6 en Kristur er sonur og er trúað fyrir að ráða yfir húsi hans. Og hans hús erum við ef við höldum djörfunginni og voninni sem við miklumst af.