Biblíufélög um allan heim hafa það að markmiði sínu að dreifa Orði Guðs til sem allra flestra. Aðferðirnar eru fjölbreyttar og með nýjum miðlum verða til stöðugt til nýjar leiðir í framsetningu á upplýsingum og texta. Franska biblíufélagið stóð að verkefni 2018 sem þau kölluðu Hack my Bible. Þar komu saman guðfræðingar, hönnuðir, tölvunarfræðingar, hugsuðir, textagerðarfólk og listamenn um eina helgi og unnu saman að því að kynna nýjar hugmyndir, þróa verkefni og skapa ný tæki og tól til að deila Biblíutextanum til enn fleiri.

Verkefnið er í dag skipulagt af Sameinuðu biblíufélögunum sem hafa á síðustu þremur árum staðið að nýsköpunarbúðum (e. hackathons) víða um heim, m.a. Kenía, Chile, Finnlandi, Þýskalandi og Frakklandi.

Hægt er að læra meira um verkefnið á vefsíðunni https://hackmybible.com og með því að horfa á mynbandið hér fyrir neðan (á frönsku með ensku texta).