14 Aftur kallaði Jesús til sín mannfjöldann og sagði: „Heyrið mig öll og skiljið. 15 Ekkert er það utan mannsins er saurgi hann þótt inn í hann fari. Hitt saurgar manninn sem út frá honum fer.“ [ 16 Ef einhver hefur eyru að heyra, hann heyri!][
17 Þegar Jesús var kominn inn frá fólkinu spurðu lærisveinar hans hann um líkinguna. 18 Og hann segir við þá: „Eruð þið einnig svo skilningslausir? Skiljið þið ekki að ekkert sem fer inn í manninn utan frá getur saurgað hann? 19 Því að ekki fer það inn í hjarta hans heldur maga og út síðan í safnþróna.“ Þannig lýsti hann alla fæðu hreina. 20Og hann sagði: „Það sem fer út frá manninum það saurgar manninn. 21 Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp, 22 hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska. 23 Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn.“