1 Davíðssálmur.
Svo segir Drottinn við herra minn:
„Set þig mér til hægri handar,
þá mun ég leggja óvini þína
sem skör fóta þinna.“
2Drottinn réttir út þinn volduga sprota frá Síon.
Drottna þú meðal óvina þinna.
3Þjóð þín kemur fúslega er þú kveður til her þinn. [
Á helgum fjöllum fæddi ég þig
eins og dögg úr skauti morgunroðans. [
4Drottinn hefur svarið
og hann iðrar þess eigi:
„Þú ert prestur að eilífu
að hætti Melkísedeks.“
5Drottinn er þér til hægri handar,
hann knosar konunga á degi reiði sinnar.
6Hann heldur dóm meðal þjóðanna,
fyllir allt líkum,
knosar höfðingja um víðan vang.
7Á leiðinni drekkur hann úr læknum,
þess vegna ber hann höfuðið hátt.