14Ský og vindur en engin rigning,
svo er sá sem hrósar sér af örlæti en gefur þó ekkert.
15Með þolinmæði má telja höfðingja hughvarf,
mjúk tunga mylur bein.
16Finnir þú hunang fáðu þér nægju þína
svo að þú verðir ekki ofsaddur af því og spýir því upp.
17Stígðu fæti þínum hóflega oft í hús náunga þíns
svo að hann verði ekki leiður á þér og honum í nöp við þig.
18Sleggja, sverð, hvöss ör,
svo er sá sem ber falsvitni gegn náunga sínum.
19Laus tönn og hrasandi fótur,
slíkt er traust á svikara á degi neyðarinnar.
20Að fara úr fötum í kalsaveðri,
að hella ediki í sár, [
eins er að syngja sorgmæddum gleðisöngva.
21Ef óvin þinn hungrar gefðu honum þá að eta
og þyrsti hann gefðu honum þá að drekka
22 því að þú safnar glóðum elds að höfði honum
og Drottinn mun endurgjalda þér það.
23 Norðanvindurinn ber með sér regn
og launskraf reiðileg andlit.
24 Betri er dvöl í horni á húsþaki
en sambúð við þrasgjarna konu.
25 Eins og kalt vatn í skrælnaða kverk,
svo er heillafregn úr fjarlægu landi.
26 Eins og grugguð lind og skemmdur brunnur,
svo er réttlátur maður er lætur undan vondum manni.
27 Of mikið hunangsát er ekki gott,
vertu því spar á hólið.
28 Eins og opin borg án borgarmúra,
svo er sá maður sem ekki hefur stjórn á skapi sínu.