Ævarandi friður

1 Þetta er það sem Jesaja Amotssyni vitraðist um Júda og Jerúsalem.

Friður

2Það skal verða á komandi dögum
að fjallið, sem hús Drottins stendur á, bifast ekki,
það ber yfir hæstu fjallstinda og gnæfir yfir allar hæðir.
Þangað munu allar þjóðir streyma
3og margir lýðir koma og segja:
„Komið, göngum upp á fjall Drottins,
til húss Jakobs Guðs
svo að hann vísi oss vegu sína
og vér getum gengið brautir hans.“
Því að fyrirmæli koma frá Síon,
orð Drottins frá Jerúsalem.
4Og hann mun dæma meðal lýðanna
og skera úr málum margra þjóða.
Og þær munu smíða plógjárn úr sverðum sínum
og sniðla úr spjótum sínum.
Engin þjóð skal sverð reiða að annarri þjóð
og ekki skulu þær temja sér hernað framar.
5Ættmenn Jakobs, komið,
göngum í ljósi Drottins.