10 Reiði Balaks blossaði nú upp gegn Bíleam, hann sló saman lófum og sagði við hann: „Ég sótti þig til að bölva fjandmönnum mínum en þú hefur blessað þá þrisvar. 11 Farðu nú heim til þín. Ég lofaði þér miklum launum en Drottinn kom í veg fyrir það.“ 12 Þá sagði Bíleam við Balak: „Sagði ég ekki við mennina sem þú sendir til mín: 13Þó að Balak gæfi mér hús sitt fullt af silfri og gulli gæti ég ekki gengið gegn boðum Drottins og gert gott eða illt að eigin geðþótta. Ég hlýt að segja það eitt sem Drottinn býður. 14 En nú ætla ég að fara heim til þjóðar minnar. Samt ætla ég að skýra þér frá því hvernig þessi þjóð mun fara með þjóð þína þegar fram líða stundir.“ 15 Hann tók að flytja boðskap sinn og sagði:
Svo segir Bíleam Beórsson,
svo segir maður með lokað auga, [
16svo segir sá sem heyrir orð Guðs,
sem sér það sem Alvaldur birtir
og hefur hnigið niður með opin augu.
17Ég sé hann, en ekki nú,
horfi á hann, samt er hann ekki nærri.
Stjarna rís upp frá Jakobi,
veldissproti hefst upp í Ísrael
sem merja mun gagnaugu Móabs
og hvirfil allra sona Sets.
18Edóm verður tekinn til eignar
og Seír, fjandmaður hans, verður einnig tekinn til eignar
en Ísrael eflist
19og Jakob mun ríkja.
Hann mun eyða þeim sem komust undan frá borginni.