Biblíulestur 20. febrúar – Slm 109.21-31

2020-11-30T15:55:42+00:00Laugardagur 20. febrúar 2021|

21En þú, Drottinn, Guð minn, breyt vel við mig sakir nafns þíns,
frelsa mig sakir gæsku þinnar og miskunnar
22 því að ég er hrjáður og snauður,
hjartað berst í brjósti mér.
23 Ég hverf sem skugginn er degi hallar,
ég er flæmdur burt eins og engispretta,
24 hné mín skjögra af föstu
og hold mitt skortir feiti.
25 Ég er orðinn mönnum að spotti,
þeir hrista höfuðið þegar þeir sjá mig.
26 Hjálpa mér, Drottinn, Guð minn,
bjarga mér eftir miskunn þinni,
27 að þeir megi komast að raun um að það var þín hönd,
að það varst þú, Drottinn, sem gerðir það.
28 Bölvi þeir, blessar þú,
rísi þeir gegn mér verði þeir til skammar
en þjónn þinn gleðjist.
29 Andstæðingar mínir íklæðist svívirðing,
sveipi sig skömminni eins og skikkju.
30 Ég vil lofa Drottin með munni mínum,
í fjölmenni vegsama ég hann
31 því að hann stendur við hlið hins snauða
til að hjálpa honum gegn þeim sem sakfella hann.

Title

Fara efst