12Kallið ekki allt samsæri sem þetta fólk kallar samsæri.
Óttist ekki það sem það óttast,
skelfist ekki.
13Drottinn allsherjar sé yður heilagur,
hann skuluð þér óttast,
hann skuluð þér skelfast.
14Hann skal verða helgidómur,
ásteytingarsteinn og hrösunarhella
fyrir bæði ríki Ísraels.
Hann mun verða snara og gildra
fyrir Jerúsalembúa.
15Margir þeirra munu hrasa,
falla og brotna.
Þeir munu festast í snörunni,
falla í gildruna.

Spámaðurinn bíður Drottins

16 Ég vef saman vitnisburðinum, innsigla kenninguna hjá lærisveinum mínum. 17 Ég bíð Drottins sem byrgir nú auglit sitt fyrir ætt Jakobs, ég vona á hann.
18 Ég og börnin, sem Drottinn hefur gefið mér, erum tákn og viðvörun fyrir Ísrael frá Drottni allsherjar sem býr á Síonarfjalli.