16sakir þess að hann gleymdi að sýna gæsku
en ofsótti hinn hrjáða og snauða
og hinn ráðþrota til þess að drepa hann.
17Hann hafði ánægju af bölbænum,
þær bitni á honum sjálfum,
blessun gladdi hann ekki,
hún sé honum fjarri.
18Hann íklæddist bölvuninni sem kufli,
hún þrengi sér í innyfli hans sem vatn
og í bein hans sem olía,
19hún verði honum skikkja sem hylur hann,
belti er hann sífellt gyrðist.
20Þetta séu laun hatursmanna minna frá Drottni,
þeirra sem sífellt rægja mig.