2. kafli

Dagur dómsins

17 Þið þreytið Drottin með orðum ykkar. Þið spyrjið: „Með hverju þreytum við hann?“ Með því að segja: „Sérhver illvirki er góður í augum Drottins, honum þykir vænt um slíka menn,“ eða: „Hvar er Guð sem dæmir?“

3. kafli

1 Sjá, ég sendi sendiboða minn, hann á að ryðja mér braut. Drottinn, sem þið leitið, kemur skyndilega til musteris síns og boðberi sáttmálans, sem þið þráið, hann kemur, segir Drottinn hersveitanna.
2 Hver getur afborið daginn þegar hann kemur, hver fær staðist þegar hann birtist? Hann er eins og eldur í bræðsluofni, eins og lútur sem bleikir þvott. 3 Hann sest til að bræða silfrið og hreinsa það, hann hreinsar syni Leví, hann gerir þá sem hreint silfur og skíragull. Þá munu þeir færa Drottni fórnargjafir á réttan hátt. 4 Þá verða fórnir Júdamanna og Jerúsalembúa þóknanlegar eins og forðum daga og á löngu liðnum árum.