Þóra Karítas Árnadóttir leikkona er um þessar mundir að ljúka upptökum á upplestri Orðskviðanna. Innan fárra vikna mun upptakan verða aðgengileg á Biblían.is og víðar. Þá verður hægt að hlusta á tímalausa visku Orðskviðanna hvar sem er og hvenær sem er.

Biblíufélagið hefur notið stuðnings Bakhjarla Biblíunnar við þetta verkefni. Hægt er að gerast mánaðarlegur bakhjarl með því að skrá sig á Bakhjarlar Biblíunnar.