9Hinn hræðilegi dagur Drottins kemur
með reiði og logandi heift
til að gera jörðina að auðn
og afmá syndara af henni.
10Stjörnur himins og stjörnumerki
munu ekki láta ljós sitt skína,
sólin myrkvast í dagrenningu
og tunglið ber enga birtu.
11Ég mun refsa heiminum fyrir illskuna
og óguðlegum fyrir synd þeirra.
Ég mun binda enda á hroka stærilátra
og yfirlæti harðstjóranna mun ég lægja.
12Ég mun gera menn fágætari en skíragull
og mannfólk sjaldséðara en Ófírgull.
13Himinninn mun skjálfa
og jörðin hnikast úr stað
vegna reiði Drottins allsherjar
á degi brennandi heiftar hans.
14Eins og fæld gasella,
eins og fjárhópur án smala,
mun sérhver snúa til sinnar þjóðar,
heim í sitt eigið land.
15Hver sem fyrir verður mun lagður í gegn,
hver sem næst mun falla fyrir sverði.
16Ungbörn þeirra verða barin til bana
fyrir augum þeirra,
hús þeirra rænd,
eiginkonum þeirra nauðgað.