Tveir blindir

27 Þá er Jesús hélt þaðan fóru tveir blindir menn eftir honum og kölluðu: „Miskunna þú okkur, sonur Davíðs.“
28 Þegar hann kom heim gengu blindu mennirnir til hans. Jesús spyr þá: „Trúið þið að ég geti gert þetta?“
Þeir sögðu: „Já, Drottinn.“
29 Þá snart hann augu þeirra og mælti: „Verði ykkur að trú ykkar.“ 30 Og augu þeirra lukust upp. Jesús lagði ríkt á við þá og sagði: „Gætið þess að enginn fái að vita þetta.“
31 En þeir fóru og víðfrægðu hann í öllu því héraði.