33 Hann gerir fljótin að eyðimörk
og uppsprettur að þurrum lendum,
34 frjósamt land að saltsléttu
sakir illsku íbúanna.
35 Hann gerir eyðimörk að vatnstjörnum
og þurrlendið að uppsprettum,
36 lætur hungraða setjast þar að
og reisir þeim borg til að búa í.
37 Þeir sá í akra, planta víngarða
og uppskera ríkulega.
38 Hann blessar þá og þeir margfaldast
og ekki fækkar hann fénaði þeirra.
39 En þótt þeim fækki og þeir hnígi niður
undan kúgun, böli og harmi
40 eys hann smán yfir höfðingja,
lætur þá villast í veglausri auðn,
41 en hinn snauða hefur hann upp úr eymd sinni
og gerir ættirnar sem hjarðir.
42 Hinir réttvísu sjá það og gleðjast
og allt illt lokar munni sínum.
43 Hver sem er vitur gefi gætur að þessu
og menn taki eftir náðarverkum Drottins.