Kristur er Drottinn

41 Þegar farísearnir voru saman komnir spurði Jesús þá: 42 „Hvað virðist ykkur um Krist? Hvers son er hann?“
Þeir svara: „Davíðs.“
43 Hann segir: „Hvernig getur þá Davíð, innblásinn andanum, kallað hann drottin? Hann segir:
44 Drottinn sagði við minn drottin:
Set þig mér til hægri handar
þangað til ég geri óvini þína að fótskör þinni.

45 Fyrst Davíð kallar hann drottin, hvernig getur hann þá verið sonur hans?“
46 Enginn gat svarað Jesú einu orði og frá þeim degi þorði enginn að spyrja hann neins framar.