11. kafli

Íbúar í borgum Júda og Benjamíns

25 Í bæjunum og á sléttunum umhverfis bjuggu ýmsir af niðjum Júda: í Kirjat Arba og þorpum hennar, í Díbon og þorpum hennar, í Jekabeel og þorpum hennar, 26 í Jesúa, Mólada og Bet Pelet, 27 í Hasar Súal, í Beerseba og þorpum hennar, 28 í Siklag og Mekóna og þorpum hennar, 29 í En Rimmon, Sorea, Jarmút, 30 Sanóa, Adúllam og þorpum hennar, í Lakís og á sléttum hennar og í Aseka og þorpum hennar.
Þannig komu þeir sér fyrir á svæðinu frá Beerseba að Hinnomssonardal.
31 Niðjar Benjamíns bjuggu í Geba, Mikmas og Aja, einnig í Betel og þorpunum þar í kring, 32 í Anatót, Nób, Ananja, 33 Hasór, Rama, Gittaím, 34 Hadíd, Sebóím, Neballat, 35 Lód og Ónó, í Smiðadal.
36 Nokkrir af flokkum Levítanna í Júda fluttu til Benjamín.

12. kafli

Skrá yfir presta og Levíta

1 Þetta eru prestarnir og Levítarnir sem komu heim með Serúbabel Sealtíelssyni og Jósúa:
Seraja, Jeremía, Esra, 2 Amarja, Mallúk, Hattús, 3 Sekanja, Rehúm, Meremót, 4 Iddó, Ginntóí, Abía, 5 Míjamín, Maadja, Bílga, 6 Semaja, Jójaríb, Jedaja, 7 Sallú, Amók, Hilkía og Jedaja.
Þetta voru foringjar prestanna og starfsbræðra þeirra á dögum Jósúa.
8 Levítarnir voru: Jósúa, Binnúí, Kadmíel, Serebja, Júda og Mattanja en hann og starfsbræður hans stjórnuðu lofsöngnum. 9 Bakbúkja og Únní og starfsbræður þeirra stóðu gegnt þeim eftir þjónustuflokkum sínum.
10 Jósúa gat Jójakím, Jójakím gat Eljasíb og Eljasíb Jójada. 11 Jójada gat Jónatan og Jónatan gat Jaddúa.

Skrá yfir presta og Levíta frá tíma Jójakíms æðsta prests

12 Á dögum Jójakíms voru þessir prestar höfðingjar prestaættanna: Meraja í Seraja ætt, Hananja í Jeremía ætt, 13 Mesúllam í Esra ætt, Jóhanan í Amarja ætt, 14 Jónatan í Mallúkí ætt, Jósef í Sebanja ætt, 15 Adna í Harím ætt, Helkaí í Merajót ætt, 16 Sakaría í Iddó ætt, Mesúllam í Ginnetón ætt, 17 Sikrí í Abía ætt, …[ í Minjamín ætt, Piltaí í Módaja ætt, 18Sammúa í Bílga ætt, Jónatan í Semaja ætt, 19 Matnaí í Jójaríb ætt, Ússí í Jedaja ætt, 20Kallaí í Sallaí ætt, Eber í Amók ætt, 21 Hasabja í Hilkía ætt, Netaneel í Jedaja ætt.
22 Á dögum Eljasíbs, Jójada, Jóhanans og Jaddúa og allt til ríkisstjórnar Daríusar hins persneska voru þeir prestar, sem einnig voru ættarhöfðingjar, skráðir.