1 Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð. 2 Hann var í upphafi hjá Guði. 3 Allt varð til fyrir hann, án hans varð ekki neitt sem til er. 4 Í honum var líf og lífið var ljós mannanna. 5 Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið tók ekki á móti því.
…
14 Og Orðið varð hold, hann bjó með oss, fullur náðar og sannleika og vér sáum dýrð hans, dýrð sem sonurinn eini á frá föðurnum.