Skrá yfir Jerúsalembúa

1 Leiðtogar fólksins settust að í Jerúsalem. Aðrir vörpuðu hlutkesti til að fá tíunda hvern mann til að setjast að í Jerúsalem, hinni heilögu borg. Níu tíundu voru um kyrrt í öðrum borgum 2 og fólkið blessaði alla þá menn sem af fúsum vilja settust að í Jerúsalem.
3 Þetta eru þeir leiðtogar skattlandsins sem bjuggu í Jerúsalem. Í borgunum í Júda bjó hver maður á sinni eign í heimaborg sinni: Ísraelsmenn, prestar, Levítar, musterisþjónar og niðjar þræla Salómons.
4 Í Jerúsalem bjuggu af niðjum Júda og Benjamíns:
Af niðjum Júda: Ataja Ússíason, Sakaríasonar, Amarjasonar, Sefatjasonar, Mahalaleelssonar sem var niðji Peresar, 5 enn fremur Maaseja Barúksson, KolHósesonar, Hasajasonar, Adajasonar, Jójaríbssonar, Sakaríasonar sem var afkomandi Sela. 6 Niðjar Peresar, sem bjuggu í Jerúsalem, voru alls fjögur hundruð sextíu og átta vopnfærir menn.
7 Niðjar Benjamíns voru: Sallú Mesúllamsson, Jóedssonar, Pedajasonar, Kólajasonar, Maasejasonar, Ítíelssonar, Jesajasonar 8 og á eftir honum Gabbaí Sallaí, alls níu hundruð tuttugu og átta vopnfærir menn. 9 Jóel Síkríson var foringi þeirra og Júda Hasnúason næstæðstur yfir borginni.
10 Af prestunum: Jedaja, Jójaríb, Jakín, 11 Seraja Hilkíason, Mesúllamssonar, Sadókssonar, Merajótssonar, Ahítúbssonar, höfðingi húss Guðs, 12 og embættisbræður þeirra sem veittu þjónustu í húsinu, alls átta hundruð tuttugu og tveir menn. Enn fremur Adaja Jeróhamsson, Pelaljasonar, Amsísonar, Sakaríasonar, Pashúrssonar, Malkíasonar 13og bræður hans, tvö hundruð fjörutíu og tveir ættarhöfðingjar, og Amassaí Asareelsson, Ahasísonar, Mesillemótssonar, Immerssonar 14 og bræður hans, hundrað tuttugu og átta vopnfærir menn. Sabdíel Haggedólímsson var foringi þeirra.
15 Af Levítunum: Semaja Hassúbsson, Asríkamssonar, Hasabjasonar, Búnnísonar. 16Sabbetaí og Jósabad voru þeir af leiðtogum Levítanna sem stjórnuðu þjónustunni við hús Guðs utanhúss 17 og Mattanja Míkason, Sabdísonar, Asafssonar, stjórnaði lofsöngnum og var forsöngvari þakkarsálmsins við bænagjörðina, Bakbúkja, sem var næstæðstur embættisbræðra sinna, og Abda Sammúason, Galalssonar, Jedútúnssonar.
18 Levítarnir í hinni heilögu borg voru alls tvö hundruð áttatíu og fjórir.
19 Hliðverðirnir: Akkúb, Talmón og embættisbræður þeirra sem gættu hliðanna, alls hundrað sjötíu og tveir menn.
20 Aðrir Ísraelsmenn, prestarnir og Levítarnir, bjuggu í hinum borgunum í Júda, hver á sinni eign.
21 Musterisþjónarnir bjuggu á Ófel og voru Síha og Gispa yfir þeim.
22 Ússí var foringi Levítanna í Jerúsalem. Hann var sonur Baní Hasabjasonar, Mattanjasonar, Míkasonar, einn Asafsniðja, en þeir áttu að syngja við guðsþjónustuna í húsi Guðs. 23 Um þá gilti konungleg tilskipun og ákveðin regla um hvað söngvararnir áttu að syngja á hverjum degi.
24 Petaja Mesesabeelsson, afkomandi Sera Júdasonar, var konungi til aðstoðar í öllu sem þjóðinni viðkom.