40 Þá blossaði reiði Drottins upp gegn lýð sínum
og hann fékk andstyggð á arfleifð sinni.
41 Hann seldi þá öðrum þjóðum í hendur,
hatursmenn þeirra drottnuðu yfir þeim,
42 fjandmenn þeirra kúguðu þá
og þeir urðu að beygja sig undir vald þeirra.
43 Hvað eftir annað bjargaði hann þeim
en þeir þrjóskuðust gegn ráðum hans
og sukku dýpra í synd sína.
44 Hann leit til þeirra í neyðinni
þegar hann heyrði kvein þeirra.
45 Hann minntist sáttmála síns við þá,
aumkaðist yfir þá vegna mikillar miskunnar sinnar
46 og lét þá finna miskunn
hjá öllum þeim sem höfðu flutt þá í útlegð.
47 Hjálpa þú oss, Drottinn, Guð vor,
og safna oss saman frá þjóðunum,
svo að vér getum lofað þitt heilaga nafn
og fagnandi sungið þér lof.
48 Lofaður sé Drottinn, Ísraels Guð,
frá eilífð til eilífðar.
Allur lýðurinn segi: Amen.
Hallelúja.