13En þeir gleymdu fljótt verkum hans,
biðu ekki ráða hans.
14Þeir fylltust græðgi í eyðimörkinni
og freistuðu Guðs í auðninni.
15Hann uppfyllti ósk þeirra
en sendi þeim tærandi sjúkdóm.
16Þá öfunduðu þeir Móse í herbúðunum
og Aron, hinn heilaga Drottins.
17Jörðin opnaðist og gleypti Datan
og huldi flokk Abírams.
18Eldur kviknaði í flokki þeirra,
logi gleypti hina óguðlegu.
19Þeir gerðu kálf við Hóreb
og féllu fram fyrir steyptu líkneski,
20létu vegsemd sína í skiptum
fyrir mynd af nauti sem bítur gras.
21Þeir gleymdu Guði, frelsara sínum,
sem vann máttarverk í Egyptalandi,
22 gerði undur í landi Kams,
ógnvekjandi dáðir við Sefhafið.
23 Hann hugðist tortíma þeim
en Móse, sem hann hafði útvalið,
gekk á milli og bægði frá tortímandi reiði hans.