13 Hanún og íbúarnir í Sanóa gerðu við Dalshliðið. Þeir reistu það að nýju og komu fyrir í því vængjahurðum, lás og slagbröndum. Þeir gerðu einnig við þúsund álnir af borgarmúrnum, allt að Öskuhliðinu.
14 Malkía Rehabsson, stjórnandi Keremhéraðs, gerði við Öskuhliðið. Hann reisti það að nýju og kom fyrir í því vængjahurðum, lás og slagbröndum.
15 Sallún Kol Hóeson, stjórnandi Mispahéraðs, gerði við Lindarhliðið. Hann reisti það að nýju, gerði á það þak og kom fyrir í því vængjahurðum, lás og slagbröndum. Enn fremur gerði hann við múrinn við vatns veitutjörnina hjá garði konungs, allt að þrepunum sem liggja niður frá borg Davíðs.
16 Næstur honum var Nehemía Asbúksson, sá sem stjórnaði hálfu Bet Súrhéraði, og vann hann að viðgerðinni þar til komið var að stað einum gegnt gröfum Davíðs og að tilbúnu tjörninni og að herbúðunum.
17 Næstir honum unnu Levítarnir að viðgerðinni. Það voru þeir Rehúm Baníson og næstur honum Hasabja, sá sem stjórnaði helmingi Kegíluhéraðs, og vann hann fyrir hérað sitt.