Biblíufélagið í samstarfi við Kristilegt félag heilbrigðisstétta býður upp á Orð kvöldsins á netinu, hvern dag ársins. Hægt er að hlusta á lestur dagsins ásamt lestri síðustu tveggja vikna á vefsvæðinu www.ordkvoldsins.is.
Verkefnið var unnið með góðri aðstoð fjölda fólks sem útbjó og las hugleiðingar. Útvarpsstöðin Lindin sá um upptökur á efninu og við erum sérstaklega þakklát starfsfólki Lindarinnar, Stefáni Inga Guðjónssyni og Hafsteini Gaut Einarssyni útvarpsstjóra fyrir þeirra vinnu.