1 Enn sagði Jesús: „Þá er líkt um himnaríki og tíu meyjar sem fóru til móts við brúðgumann með lampa sína. 2 Fimm þeirra voru fávísar en fimm hyggnar. 3 Þær fávísu tóku lampa sína en höfðu ekki olíu með sér 4 en hinar hyggnu tóku olíu með á könnum ásamt lömpum sínum. 5 Nú dvaldist brúðgumanum og urðu þær allar syfjaðar og sofnuðu.
6 Um miðnætti kvað við hróp: Brúðguminn kemur, farið til móts við hann. 7 Þá vöknuðu meyjarnar allar og tóku til lampa sína. 8 En þær fávísu sögðu við þær hyggnu: Gefið oss af olíu yðar, það er að slokkna á lömpum vorum. 9 Þær hyggnu svöruðu: Nei, hún nægir aldrei handa öllum. Farið heldur til kaupmanna og kaupið handa yður. 10 Meðan þær voru að kaupa kom brúðguminn og þær sem viðbúnar voru gengu með honum inn til brúðkaupsins og dyrum var lokað.
11 Seinna komu hinar meyjarnar og sögðu: Herra, herra, ljúk upp fyrir oss. 12 En hann svaraði: Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.
13 Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina.