36 Hann laust alla frumburði í landi þeirra til bana,
frumgróða karlmennsku þeirra.
37 Síðan leiddi hann þá út með silfri og gulli
og enginn af ættbálkum hans hrasaði.
38 Egyptar glöddust yfir brottför þeirra
því að ótti var kominn yfir þá.
39 Hann breiddi út ský sem hlíf
og eld til að lýsa um nætur.
40 Þeir báðu, þá sendi hann lynghænsn
og mettaði þá með brauði af himni.
41 Hann klauf klett og vatn vall fram,
rann sem fljót um skrælnað land.
42 Þar sem hann minntist síns heilaga heits
við Abraham þjón sinn
43 leiddi hann lýð sinn með gleði,
sína útvöldu með fögnuði.
44 Hann gaf þeim lönd annarra þjóða,
þeir eignuðust ávöxt af erfiði þjóðanna
45 svo að þeir héldu lög hans
og varðveittu boðorð hans.
Hallelúja.