26 Hann sendi Móse, þjón sinn,
og Aron sem hann hafði valið sér.
27 Þeir gerðu tákn hans í Egyptalandi
og undur í landi Kams.
28 Hann sendi sorta og myrkvaði landið
en þeir þrjóskuðust gegn boðum hans.
29 Hann breytti vötnum þeirra í blóð
og drap fiska þeirra,
30 land þeirra varð kvikt af froskum
alla leið inn í herbergi konungs.
31 Hann bauð og þá komu flugur,
mývargur um allt land þeirra.
32 Hann sendi hagl fyrir regn,
logandi eld yfir land þeirra,
33 sló niður vínvið þeirra og fíkjutré
og braut niður trén í landi þeirra.
34 Hann bauð og engisprettur komu,
lirfur sem ekki varð tölu á komið,
35 sem átu allar jurtir í landi þeirra,
allan ávöxt á ökrum þeirra.