Þegar Biblíutextinn var færður inn í Biblíuappið urðu til nokkrar uppsetningarvillur á fyrirsögnum. Auk þess sem til urðu nokkrar aðrar villur, s.s. “gull- og silfur” varð “gullog silfur” á einhverjum stöðum.

Við hjá Biblíufélaginu höfum unnið hörðum höndum að lagfæra þessar villur á síðustu vikum og mánuðum. Nú hefur allur Biblíutextinn verið uppfærður í Biblíuappinu. Uppfærslan á að hafa birst sjálfvirkt í appinu á símanum þínum.

Ef þú rekst á frekari villur í framsetningu eða í textanum sendu okkur tölvupóst á hib@biblian.is.