11Bjargaðu þeim sem leiddir eru til lífláts,
þeim sem eru dæmdir til aftöku.
12Ef þú segir: „Vér vissum það ekki,“
mun þá ekki sá sem gaumgæfir hjörtun verða þess var
og sá sem vakir yfir lífi þínu vita það?
Hann mun gjalda hverjum eftir verkum hans.
13Gæddu þér á hunangi, sonur minn, því að það er gott
og hunangsdroparnir eru sætir í munni.
14Vit að þetta er sál þinni speki.
Finnir þú hana áttu þér framtíð
og von þín mun ekki bregðast.
15Rangláti maður, sit ekki um bústað hins réttláta
og spilltu ekki heimkynnum hans
16því að sjö sinnum fellur hinn réttláti og stendur upp aftur
en hinir ranglátu hrasa og tortímast.
17Gleðstu ekki yfir falli óvinar þíns
og hjarta þitt fagni ekki þótt hann hrasi
18svo að Drottinn sjái það ekki og honum mislíki
og hann snúi reiði sinni frá honum.
19Reiðstu ekki vegna illgjörðamanna,
láttu ekki rangláta angra þig
20því að vondur maður á sér enga framtíð,
á lampa ranglátra slokknar.
21Sonur minn, óttastu Drottin og konunginn,
eigðu ekki samneyti við uppreisnarseggi
22 því að ógæfa þeirra ríður yfir þegar minnst varir
og hver getur séð fyrir ófarir þeirra?