Gegn Ammónítum

1 Um Ammóníta.
Svo segir Drottinn:
Á Ísrael enga syni,
engan sem tekur arf eftir hann?
Hvers vegna tók Milkóm ættbálk Gaðs í arf,
hví settist þjóð Milkóms að í borgum hans?
2Þeir dagar koma, segir Drottinn,
að ég læt heróp gjalla gegn Rabba, borg Ammóníta.
Hún skal verða að auðri grjótrúst
og dótturborgir hennar eyddar í eldi.
Þá mun Ísrael taka í arf
þá sem tóku arf hans, segir Drottinn.
3Kveinaðu, Hesbon,
því að eyðandinn heldur gegn þér.
Grátið, dætur Rabba,
gyrðist hærusekk, harmið,
reikið um með skinnsprettur
því að Milkóm fer í útlegð
ásamt prestum sínum og höfðingjum.
4Hvernig getur þú stært þig af dalnum þínum,
sjálfumglaða dóttir
sem treystir eigin auði og segir:
„Hver skyldi ráðast á mig?“
5Nú sendi ég skelfingu yfir þig úr öllum áttum,
segir Drottinn, Guð hersveitanna.
Þér verðið hraktir brott, hver í sína áttina,
og enginn mun sameina þá sem flýja.
6En eftir það mun ég snúa við högum Ammóníta,
segir Drottinn.