Amadi* lifði aumkunarverðu lífi í litlu þorpi í Eþíópíu. Vegna útbreiddrar fátæktar og skorts á tækifærum fannst honum eins og hann hefði engra annarra kosta völ en að leiðast út í glæpi til þess að komast af og misnota fíkniefni til þess að lina sársaukann.

Fljótlega reyndi Amadi að breiða út eymd sína til annars fólks í samfélaginu.

„Líf mitt hafði alls enga þýðingu,“ segir hann. „Ég hafði enga andlega reynslu og ég leit á það sem hlutverk mitt að ógna samfélaginu sem ég tilheyrði og ögra þeim sem sögðust eiga samband við Guð.

Eþíópía er eitt fátækasta ríki heimsins og nær helmingur landsmanna er ólæs. Þar sem svo fáar leiðir eru færar til velgengni og vonin lítil fyrir framtíðina, þá er engin furða að fólki eins og Amadi finnist það vera glatað og vonlaust.

Þegar hann komst að því að til væri hópur sem hlustaði saman á Biblíuna á hljóðbók, varð hann hikandi en áhugasamur. Hann hóf að sækja samverurnar og smám saman laukst hjarta hans upp fyrir Guði.

„Þetta var viðsnúningur í lífi mínu,“ segir Amadi. „Þegar ég heyrði Orð Guðs þar sem segir að Guð sé kærleikur og að hann fyrirgefi syndir mannkyns, varð ég svo hamingjusamur.“

Stuðningur Hins bandaríska biblíufélags við gerð hljóðbiblía í Eþíópíu, hefur orðið þess valdandi að líf Amadis hefur breyst til frambúðar.

Það er mikill munur á lífi mínu frá því áður en ég hlustaði á Orð Guðs og eftir að hafa hlustað,“ segir hann. „Nú er ég opnari og hreinskilnari gagnvart sjálfum mér, fjölskyldu minni og nágrönnum vegna þess að ég hef lært af Jesú Kristi að elska og bera umhyggju.“

Við erum þakklát þeim sem færðu Amadi fagnaðarerindið á móðurmáli hans. Með því að færa nauðstöddu fólki Ritninguna á þann hátt sem nær best til þeirra, sjá þeir heiminum fyrir von, kærleika og friði Jesú út um allan heim.

*Nafni breytt til verndar einkalífi.

 

Þýðing: Þorgils Hlynur Þorbergsson – https://news.americanbible.org/article/transforming-lives-in-ethiopia