13En þú, Drottinn, ríkir að eilífu
og þín er minnst frá kyni til kyns.
14Þú munt rísa upp, sýna Síon miskunn
því að nú er tími til kominn að líkna henni,
já, stundin er runnin upp.
15Því að þjónar þínir elska steina Síonar
og harma yfir rústum hennar.
16Þá munu þjóðirnar óttast nafn Drottins
og allir konungar jarðarinnar dýrð þína
17því að Drottinn byggir upp Síon
og birtist í dýrð sinni.
18Hann gefur gaum að bæn hinna allslausu
og hafnar ekki bæn þeirra.
19Þetta skal skráð fyrir komandi kynslóð
og þjóð, sem enn er ekki sköpuð, skal lofa Drottin.
20Drottinn lítur niður frá sinni heilögu hæð,
horfir frá himni til jarðar
21til að heyra andvörp bandingja
og leysa börn dauðans,
22 til að kunngjöra nafn Drottins á Síon
og lofa hann í Jerúsalem
23 þegar þjóðir safnast þar saman
og konungsríki til að þjóna Drottni.