Það hafa vaknað ýmsar spurningar í tengslum við útgáfu danska Biblíufélagsins á Dönsku samtímabiblíunni 2020. Biblian.is birtir um þessar mundir nokkrar greinar frá danska Biblíufélaginu, þar sem ýmsum ákvörðunum við þýðingu dönsku samtímabiblíunnar er velt upp. Birgitte Stocklund Larson, framkvæmdastjóri Danska biblíufélagsins, útskýrir hér breytingar á því hvernig hugtakið synd er þýtt í nýju útgáfunni.

Ein helsta breytingin frá hinni fyrstu útgáfu Hins nýja sáttmála, Nýja testamentisins á nútímadönsku frá 2007 til hinnar léttendurskoðuðu útgáfu, sem birtist í Biblíunni 2020, er að syndin er ekki lengur með í biblíutextanum á nútímadönsku.

Orðið kemur einfaldlega ekki fyrir í neinni mynd í Biblíunni 2020, sem er þýðing á allri Biblíunni, sniðin að lesendum, sem ekki eru handgengnir hefðbundnum, dönskum biblíu- og kirkjuorðum.

Ég hitti margt fólk sem spyr, hvernig við sem stöndum að  Biblíunni 2020 getum með þessum hætti ráðist að einu af þessum kjarnahugtökum kristinnar trúar. Útþynnist Biblían þá ekki og tekur ekki út yfir allan þjófabálk, ef ekki er rými fyrir syndina lengur? Og hvers vegna í ósköpunum að hrófla við þessum góðu norrænu orðum, synd, syndari og syndga? Þau eru vissulega enn hluti af tungumálinu!

Orðið leiðir á villigötur á nútímadönsku 

En það er einmitt vegna þess að syndin er svo mikilvægt hugtak í Biblíunni og kristinni trú, að við höfum gert okkur svo vanmegna að þýða þau grísku og hebresku orð, sem þar liggja til grundvallar á nýjan hátt, svo að alvaran verði skýr. Og það er einmitt líka vegna þess að orðið er enn notað í nútímadönsku, sem við höfum hleypt þessu þýðingarferli af stokkunum. Við erum ekki þeirrar skoðunar að sá háttur, þar sem syndin kemur fram í almennri málnotkun í dag, hjálpi sérstaklega vel til við að skilja synd í biblíulegum skilningi.

Það er dæmigert, að synd nú á dögum fjallar með örlítið einfölduðum hætti um kynlíf og súkkulaði. Ef þú leitar að „syndugum“ (syndsamlegum) og „súkkulaðiköku“ saman, færð þú til dæmis rösklega 70.000 atriði á Google og hafsjó af myndum af girnilegum eftirréttum sem koma munnvatnskirtlunum af stað. En þessi hversdagslega þýðing segir vissulega ekkert um að syndin sé skilin sem grundvallarsundrungu á milli Guðs og manna. Synd í hversdagslegum skilningi er hættulaus. Synd í biblíulegum skilningi er aftur á móti stórhættuleg.

Mörg hugtök um syndina í Biblíunni 2020

Þess vegna höfum við, sem stöndum að Biblíunni 2020, stigið skrefið til fulls og endurþýtt þá staði, þar sem synd með einum eða öðrum hætti kom fyrir í Nýja sáttmálanum. Ef til vill má segja, að við höfum fórnað Orðinu til þess að bjarga innihaldinu.

Synd í Biblíunni og kristinni trú er flókin stærð með margvíslegum blæbrigðum og einnig eru býsna margvísleg hugtök notuð í Biblíunni 2020:

Svik við Guð, fjarlægð frá Guði, illska, andstaða við Guð, það sem skilur okkur að  frá Guði og sjálfhverfa, aðeins til þess að nefna nokkur atriði. Ég tel að þau séu hvert um sig sterk orð og hugtök, sem munu einnig skilja eitthvað eftir hjá fólki og skiljast sem alvarleg brot á mikilvægu sambandi.

Nýja þýðingin tekur sem sagt undir það að bent sé á synd sem nokkuð sem afbakar sambandið á milli tveggja aðila, það er, sígildan skilning á synd. Aðrar þýðingar á Biblíunni 2020 eru meðal annars villa, mistök, afbrot, lögbrot og það sem Guð vill ekki að við gerum.

Dæmi úr dönsku samtímabiblíunni í beinni þýðingu Þorgils Hlyns (í öllum tilfellum er syndahugtakið notað í íslensku þýðingunni): 

  • Fyrsta Mósebók 4.7: Þú getur rólegur horfst í augu við mig, ef það sem þú gerir er gott. En ef þú ferð ekki rétt með, þá liggur hið illa á hleri og vill alltaf reyna að ná taki á þér. Þú skalt vera sterkari en hið illa.
  • Önnur Mósebók 32.31: Fólk sveik þig.
  • Rómverjabréfið 5.12: Það var í gegnum mann, nefnilega Adam, sem andstaðan gegn Guði kom inn í heiminn og mennirnir urðu uppteknir af sjálfum sér, og það hafði dauðann í för með sér. Það er þess vegna sem maðurinn deyr — enginn gerir vissulega það sem Guð vill.
  • Fyrra Korintubréf 15.56: Dauðinn notar sjálfhverfu okkar sem vopn og hún styrkist vegna lögmálsins.
  • Fyrra Korintubréf 15.16-17: Ef við mennirnir rísum ekki upp frá dauðum, þá er Kristur vissulega heldur ekki risinn upp frá dauðum. \v17 En ef það er rétt, þá er trú ykkar tálsýn. Þá eruð þið enn sjálfhverfu ykkar að bráð.
  • Síðara Korintubréf 5.21: Kristur braut ekki gegn sjálfu lögmálinu, en Guð lét hann taka út refsinguna fyrir lögbrot okkar. Þá getum við þess í stað staðið sýknuð frammi fyrir Guði.
  • Fyrra Pétursbréf 4.8: Umfram allt skuluð þið halda áfram að elska hvert annað, því að kærleikurinn fær okkur til þess að líta undan því, sem við gerum rangt gagnvart hvert öðru.
  • Opinberunarbók Jóhannesar 1.5: Hann elskar okkur og dauði hans hefur fjarlægt það sem skilur okkur að frá Guði.
Þýðing: Þorgils Hlynur Þorbergsson