3. kafli

Nýtt samfélag

18 Konur, verið undirgefnar eiginmönnum ykkar eins og sómir þeim er Drottni heyra til.
19 Karlar, elskið eiginkonur ykkar og verið ekki beiskir við þær.
20 Börn, verið hlýðin foreldrum ykkar í öllu því að það er Drottni þóknanlegt.
21 Feður, verið ekki höstugir við börn ykkar, það gerir þau ístöðulaus.
22 Þrælar, verið í öllu hlýðnir jarðneskum húsbændum ykkar, ekki með augnaþjónustu, eins og þeir er mönnum vilja þóknast, heldur af einlægni hjartans, af lotningu fyrir Drottni. 23 Hvað sem þið gerið, þá gerið það af heilum huga eins og Drottinn ætti í hlut en ekki menn. 24 Þið vitið og sjálfir að Drottinn mun veita ykkur arfleifðina að launum enda þjónið þið Drottni Kristi. 25 Sá sem rangt gerir skal fá það endurgoldið sem hann gerði rangt og þar er ekki farið í manngreinarálit.

4. kafli

1 Þið sem eigið þræla, veitið þeim það sem rétt er og sanngjarnt og vitið að einnig þið eigið Drottin á himni.