1 Þakkarfórnarsálmur.
Öll veröldin fagni fyrir Drottni.
2Þjónið Drottni með gleði,
komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng.
3Játið að Drottinn er Guð,
hann hefur skapað oss og hans erum vér,
lýður hans og gæsluhjörð.
4Gangið inn um hlið hans með þakkargjörð,
í forgarða hans með lofsöng.
Lofið hann, tignið nafn hans,
5því að Drottinn er góður,
miskunn hans varir að eilífu
og trúfesti hans frá kyni til kyns.