Á næstu dögum munu greiðsluseðlar fyrir félagsgjald í Biblíufélaginu birtast í heimabönkum félagsfólks. Félagsgjaldið er 3.000 krónur á ári og er eindagi 1. september. Hægt er að óska eftir því að árgjaldið sé gjaldfært af greiðslukorti með því að fara á https://biblian.is/felagsgjald/ og fylla út upplýsingar. Í framhaldinu verður síðan greiðsluseðillinn felldur niður.

Þá er bakhjarlakerfið komið í fullan gang og fá Bakhjarlar Biblíunnar greiðsluseðil í heimabankann sinn í lok hvers mánaðar með þeirri upphæð sem þeir óskuðu eftir. Ef Bakhjarlar vilja greiða stuðninginn með greiðslukorti fremur en með greiðsluseðli er hægt að fara á biblian.is/bakhjarl-bibliunnar/ og ganga frá áskriftargreiðslu.