1Drottinn er konungur, skrýddur hátign,
Drottinn er skrýddur, gyrtur mætti.
Heimurinn er stöðugur, haggast ekki.
2Hásæti þitt stendur stöðugt frá öndverðu,
frá eilífð ert þú.
3Fljótin hófu upp, Drottinn,
fljótin hófu upp raust sína,
fljótin hefja upp gný sinn.
4Máttugri en gnýr mikilla vatna,
máttugri en brimöldur hafsins,
er Drottinn í upphæðum.
5Vitnisburðir þínir haggast ekki.
Heilagleiki sæmir húsi þínu, Drottinn, um allar aldir.