Biblíufélög sem starfa innan Sameinuðu biblíufélaganna hafa lokið þýðingum á Biblíunni fyrir meira en fimmtung mannkyns á síðustu fimm árum. Alls hefur þýðingum á 270 tungumál verið lokið síðan 2015, en þessi tungumál eru notuð af 1,7 milljörðum einstaklinga.
Á síðasta ári lauk fleiri þýðingarverkefnum en nokkru sinni fyrr hjá Sameinuðu biblíufélögunum, en þá lauk þýðingum á 90 tungumálum sem eru notuð af 617 milljón manneskjum.
Í upphafi þessa árs er Biblían í heild aðgengileg á 694 tungumálum sem rétt um 5,7 milljarður nota eða um 73% mannkyns.