9. kafli

Hin sanna viska

22 Svo segir Drottinn:
Hinn vitri hrósi sér ekki af visku sinni,
hinn sterki hrósi sér ekki af afli sínu
og hinn ríki hrósi sér ekki af auði sínum.
23 Nei, sá sem vill hrósa sér hrósi sér af því
að hann sé hygginn og þekki mig.
Því að ég, Drottinn, iðka miskunnsemi,
rétt og réttlæti á jörðinni,
á því hef ég velþóknun, segir Drottinn.

Umskurn

24 Þeir dagar koma, segir Drottinn, að ég mun draga alla umskorna til ábyrgðar: 25 Egypta, Júdamenn, Edómíta, Ammóníta, Móabíta og alla sem hafa skorið hárlokkana frá gagnaugunum og búa í eyðimörkinni. 26 Allar þessar þjóðir eru óumskornar en allir af ætt Ísraels eru óumskornir á hjarta.

10. kafli

Drottinn og skurðgoðin

1 Hlustið á orðin sem Drottinn talar til yðar, Ísraels ætt.
2Svo segir Drottinn:
3Því að það sem aðrar þjóðir óttast er aðeins vindgustur,
aðeins trjástofn höggvinn í skógi,
handaverk hagleiksmanna gert með eggjárni,
4skreytt silfri og gulli,
fest með nöglum og hamri
svo það velti ekki um koll.
5Guðamyndirnar eru eins og fuglahræður í melónugarði.
Þær geta ekki talað,
þær þarf að bera því að þær geta ekki gengið.
Óttist þær ekki. Þær geta ekki gert neitt illt
og þær geta ekki heldur gert neitt gott.
6Enginn er sem þú, Drottinn.
Voldugur ert þú
og mikill er máttur nafns þíns.
7Hver skyldi ekki óttast þig,
konungur þjóðanna?
Þú ert þess maklegur
því að meðal allra spekinga þjóðanna
og í öllum ríkjum þeirra er enginn þinn líki.
8Allir sem einn eru þeir heimskir og fávísir,
áminningar þeirra eru merkingarlausar.
9Þeir eru úr hömruðu silfri, fluttu frá Tarsis,
og gulli frá Úfas,
verk handverksmanna og gullsmiða,
klæði þeirra úr bláum og rauðum purpura,
allir eru þeir handaverk völunda.