Páskasöfnun Biblíufélagsins miðar að því að safna fyrir hljóðritun Davíðssálmanna. Þegar hefur rausnarleg gjöf Hallgrímskirkju í minningu Dr. Sigurðar Pálssonar skilað okkur langt. En nú vantar herslumuninn! Hver Sálmur kostar um 4900 krónur í hljóðritun og frágangi.

Hvaða sálm myndir þú greiða fyrir ef þú gætir? Hægt er að skrá uppáhaldssálm í athugasemdum í greiðsluferlinu.

Eins má styðja við verkefnið með upphæð að eigin vali t.d. sem nemur upplestri fimm versa sem kostar um 1.490 krónur eða tíu vers fyrir 2.980 krónur.

Hægt er að styðja með greiðslukorti hér á vefnum.
https://biblian.is/product/ljukum-lestri-davidssalma-paskasofnun-bibliufelagsins/


Einnig er hægt er að styðja við verkefnið með því að
millifæra á reikning félagsins í Landsbankanum, merkt: salmar.

Kennitala: 620169-7739
Bankareikningur: 0101-26-003555