Verðskulduð refsing

29 Hvers vegna ákærið þér mig?
Þér hafið allir brugðist mér, segir Drottinn.
30 Til einskis hirti ég syni yðar, þeir létu sér ekki segjast.
Eins og glefsandi ljón tortímdu sverð yðar spámönnunum. [
31 Þér sem nú lifið, gefið gaum að orði Drottins:
Hef ég verið eyðimörk fyrir Ísrael eða niðdimmt land?
Hvers vegna segir þjóð mín:
„Vér förum þangað sem oss sýnist,
vér snúum ekki aftur til þín.“
32 Mun mær gleyma skarti sínu,
brúður belti sínu?
En þjóð mín hefur gleymt mér fyrir óralöngu.
33 Það vefst ekki fyrir þér
að finna leið til elskhuga þíns.
Þú hefur gert þér illvirkin töm. [
34 Á klæðafaldi þínum
má jafnvel finna blóð úr fátæklingum,
saklausum mönnum sem þú stóðst þó ekki að innbroti.
Þrátt fyrir allt þetta
35 segir þú: „Ég er saklaus.
Reiði hans gegn mér hefur sefast.“
En ég dreg þig fyrir rétt
vegna þess að þú segir: „Ég hef ekki syndgað.“
36 Hversu auðvelt áttu með
að velja nýja leið?
En þú verður fyrir vonbrigðum með Egyptaland
eins og Assýría olli þér vonbrigðum.
37 Þaðan verður þú einnig að ganga
með hendur á höfði
því að Drottinn hefur hafnað þeim sem þú treystir,
hjálp þeirra mun reynast þér fánýt.