Kveðjur

1 Ég bið ykkur fyrir hana systur okkar, Föbe, sem er djákni safnaðarins í Kenkreu. 2 Veitið henni viðtöku vegna Drottins, eins og kristnum ber, og hjálpið henni með allt sem hún þarf að fá hjá ykkur. Hún hefur verið bjargvættur margra, þar á meðal mín sjálfs.
3 Heilsið Prisku og Akvílasi, samverkamönnum mínum í Kristi Jesú. 4 Þau hafa stofnað lífi sínu í hættu fyrir mig. Fyrir það votta ég þeim þakkir, ekki ég einn heldur og allir söfnuðir meðal heiðinna þjóða. 5 Heilsið einnig söfnuðinum sem kemur saman í húsi þeirra. Heilsið Epænetusi, mínum elskaða. Hann er frumgróðinn handa Kristi í Asíu. 6 Heilsið Maríu sem mikið hefur erfiðað fyrir ykkur. 7 Heilsið Andróníkusi og Júníu, ættmennum mínum og sambandingjum. Þau skara fram úr meðal postulanna og gengu Kristi á hönd á undan mér. 8 Heilsið Amplíatusi, elskuðum vini mínum í Drottni. 9 Heilsið Úrbanusi, samverkamanni mínum í Kristi, og Stakkýsi, mínum elskaða. 10Heilsið Apellesi sem hefur reynst traustur í trúnni á Krist. Heilsið heimilismönnum Aristóbúls. 11 Heilsið Heródíon, ættingja mínum. Heilsið þeim á heimili Narkissusar sem trúa á Drottin. 12 Heilsið Tryfænu og Tryfósu sem erfiða fyrir Drottin. Heilsið Persis, hinni elskuðu, sem hefur starfað svo mikið í þjónustu Drottins. 13 Heilsið Rúfusi, sem Drottinn hefur útvalið, og móður hans sem er mér einnig móðir. 14 Heilsið Asynkritusi, Flegon, Hermesi, Patrobasi, Hermasi og trúsystkinunum[ hjá þeim. 15 Heilsið Fílólogusi og Júlíu, Nerevs og systur hans og Olympasi og öllum heilögum sem með þeim eru. 16 Heilsið hvert öðru með heilögum kossi. Allir söfnuðir Krists senda ykkur kveðju.