Er í þér uggur og þungi vegna þess ástands sem nú varir? Er þér órótt? Angrar þig kvíði? Sorg? Ótti?

Í Jakobsbréfi stendur skrifað:

Kröftug bæn réttláts manns megnar mikið.

Og hér er bæn, bæn sem þú getur prófað að biðja. Bæn sem ég ráðlegg þér að biðja, með sjálfum þér eða ástvini, maka, barni, foreldri. Eða bara hverjum sem er.

Höfundur þessarar bænar var heimsfrægur á sinni tíð, en svo sem ekki fyrir bænagjörð eða trúarlíf sitt, nei, hinn sænski Dag Hammarskjöld var aðalritari Sameinuðu þjóðanna á árunum 1951-1963. Hann lést í flugslysi langt fyrir aldur fram, árið 1963, aðeins 58 ára gamall.

Bæn Hammarskjölds:

Vertu oss
náðugur.
Vertu náðugur
viðleitni vorri
að fylgja dæmi þínu
í kærleika og trú,
réttlæti og auðmýkt,
sjálfsaga, trúmennsku og hugstyrk,
og finna
návist þína á hljóðri stund.

Gef oss
hreinan hug,
svo að vér fáum litið þig,
auðmjúkan hug
svo að vér getum heyrt þig,
kærleikshug,
svo að vér getum þjónað þér,
trúrækinn hug,
svo að vér getum lifað þér.
þú
sem ég þekki ekki
en tilheyri.
Þú
sem ég skil ekki,
en sem hefur ákvarðað
hlutskipti mitt.
Þú. —

30. júlí ’61.

– – – –

Guðmundur Brynjólfsson, starfsm. HÍB

–  –  –

Séra Gunnar Árnason þýddi bænina