Skrá yfir þá sem áttu útlendar konur

18 Af niðjum prestanna reyndust eftirtaldir hafa gengið að eiga framandi konur:
Af niðjum Jesúa Jósadakssonar og bræðra hans þeir Maaseja, Elíeser, Jaríb og Gedalja. 19 Þeir staðfestu með handsali að reka frá sér konur sínar og að fórna hrúti í sektarfórn vegna sektar sinnar.
20 Af niðjum Immers þeir Hananí og Sebadía.
21 Af niðjum Haríms þeir Maaseja, Elía, Semaja, Jehíel og Úsía.
22 Af niðjum Pashúrs þeir Eljóenaí, Maaseja, Ísmael, Netaneel, Jósabad og Elasa.
23 Af Levítum þeir Jósabad, Símeí og Kelaja, það er Kelíta, Petahja, Júda og Elíeser.
24 Af söngvurunum Eljasíb.
Af hliðvörðunum þeir Sallúm, Telem og Úrí.
25 Af Ísraelsmönnum voru eftirtaldir:
Af niðjum Paró þeir Ramja, Jisía, Malkía, Míjamín, Eleasar, Malkía og Benaja.
26 Af niðjum Elams þeir Mattanja, Sakaría, Jehíel, Abdí, Jeremót og Elía.
27 Af niðjum Sattú þeir Eljóenaí, Eljasíb, Mattanja, Jeremót, Sabad og Asísa.
28 Af niðjum Bebaí þeir Jóhanan, Hananja, Sabbaí og Atlaí.
29 Af niðjum Baní þeir Mesúllam, Mallúk, Adaja, Jasúb, Seal og Jeramót.
30 Af niðjum Pahat Móabs þeir Adna, Kelal, Benaja, Maaseja, Mattanja, Besaleel, Binnúí og Manasse.
31 Niðjar Haríms, þeir Elíeser, Jisía, Malkía, Semaja, Símeon, 32 Benjamín, Mallúk og Semarja.
33 Af niðjum Hasúms þeir Matnaí, Mattatta, Sabad, Elífelet, Jeremaí, Manasse og Símeí.
34 Af niðjum Baní þeir Maadaí, Amram, Úel, 35 Benaja, Bedja, Kelúhí, 36Vanja, Meremót, Eljasíb, 37 Mattanja, Matnaí, Jaasaí, 38 Baní, Binnúí, Símeí, 39 Selemja, Natan, Adaja, 40 Maknadbaí, Sasaí, Saraí, 41 Asareel, Selemja, Semarja, 42 Salúm, Amarja og Jósef.
43 Af niðjum Nebós þeir Jeíel, Mattija, Sabad, Sebína, Jaddaí, Jóel og Benaja.
44 Allir sem hér voru taldir höfðu tekið sér útlendar konur. Þeir sendu nú konur sínar ásamt börnum frá sér.